Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   mán 20. maí 2019 15:36
Elvar Geir Magnússon
Graham Potter nýr stjóri Brighton (Staðfest)
Brighton hefur ráðið Graham Potter sem nýjan stjóra félagsins. Potter skrifaði undir fjögurra ára samning.

Hann yfirgefur Swansea til að taka við Brighton sem hafnaði í 17. sæti í ensku úrvalsdeildinni og spilar því áfram í deild þeirra bestu.

Chris Hughton var rekinn frá Brighton í síðustu viku.

Potter þjálfaði áður Östersund í Svíþjóð.

Tony Bloom, stjórnarformaður Brighton, segir að Potter sé með alla þá kosti sem félagið þarf.

„Við erum í skýjunum með að hafa tryggt okkur einn mest spennandi þjálfara Englands. Graham Potter er með frábæran árangur í að þróa lið með áhorfendavænum leikstíl og góðum anda," segir Bloom.

„Við hlökkum til að takast á við þriðja árið í röð í ensku úrvalsdeildinni og að byggja ofan á það sem Christ Hughton hefur gert."

Brighton borgar Swansea um 3 milljónir punda í bætur fyrir að taka Potter og hans aðstoðarmenn til sín.


Athugasemdir
banner