Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 20. maí 2020 17:00
Elvar Geir Magnússon
Carragher: Æfingasvæðið er öruggasti staðurinn
Jamie Carragher.
Jamie Carragher.
Mynd: Getty Images
Sparkspekingurinn Jamie Carragher segist ekki botna í því af hverju nokkrir leikmenn Watford, þar á meðal fyrirliðinn Troy Deeney, neiti að mæta á æfingasvæðið af ótta við kórónaveirufaraldurinn.

Í gær greindi Watford frá því að einn leikmaður og tveir starfsmenn félagsins hafi greinst með veiruna en áður hafði Deeney sagt að hann væri ekki tilbúinn að hefja æfingar að nýju.

„Sonur minn er fimm mánaða og hann á við öndunarvandamál að stríða. Ég vil ekki koma heim og setja hann í hættu," sagði Deeney.

The Athletic segir að fleiri leikmenn Watford hafi tekið undir með Deeney og neiti að mæta til æfinga.

Carragher segir að æfingasvæðið sé öruggasti staðurinn sem hægt sé að finna.

„Þú gengur inn á hárgreiðslustofu og veist ekkert hver er þar. En fólk sem þú æfir með og spilar gegn hefur allt gengist í gegnum prófanir. Æfingavellirnir eru öruggir," segir Carragher.

„Ég skil að fólk hefur misjafnar áhyggjur en sem leikmaður Watford gæti ég verið fullviss um að þeir sem eru með veiruna eru heima í sóttkví."
Athugasemdir
banner