Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 20. maí 2020 14:02
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Dr. Football 
Óli Kristjáns: Hjörtur Logi er tilbúinn með sokkinn
Hjörtur Logi Valgarðsson.
Hjörtur Logi Valgarðsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vinstri bakvörðurinn Hjörtur Logi Valgarðsson hjá FH hefur ekki staðið undir væntingum síðan hann kom heim úr atvinnumennskunni fyrir tímabilið 2018.

Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, segir að Hjörtur Logi sé harðákveðinn í því að láta ljós sitt skína á komandi tímabili.

„Hjörtur lendir í því að allir muna eftir því hvernig hann var þegar hann fór út. Hann kemur svo heim og menn taka allan tímann á milli og gleyma honum. Hjörtur hefur verið jafn," segir Ólafur í hlaðvarpsþættinum Dr. Football.

Hjörtur Logi hefur fengið talsverða gagnrýni frá sparkspekingum.

„Umræðan hefur ekki farið mjúkum höndum um hann en ég veit það alveg að það er 'time for revenge' hjá honum, hann er tilbúinn með sokkinn, Hjörtur er meira og minna alltaf klár. Hann er alltaf 'fit' og ég veit að hann er tjúnaður í að koma inn í gott tímabil núna."

Í viðtalinu tjáir Ólafur sig einnig um áhugann á Herði Inga Gunnarssyni, bakverði ÍA. Hörður er uppalinn FH-ingur.

„Við reyndum í vetur að fá Hörð og hugsunin var að hann yrði í hægri bakverðinum. En Skagamennirnir eru með hann á samning og vildu ekki losa hann," segir Ólafur Kristjánsson í Dr. Football.
Athugasemdir
banner
banner