sun 20. júní 2021 22:43
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Ég er ekki þannig týpa að ég hleyp í burtu"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Logi Ólafsson, þjálfari FH, þykir orðinn frekar valtur í sessi eftir mjög slakt gegn Fimleikafélagsins að undanförnu.

FH tapaði í kvöld 4-0 fyrir Breiðablik og virkuðu leikmenn FH andlausir inn á vellinum. FH hefur núna aðeins sótt eitt stig af síðustu 15 mögulegu.

Eftir tapið gegn Breiðablik í kvöld var Logi spurður að því hvort hann óttaðist um starf sitt.

„Nei, nei við bara finnum út úr því og ef svo er þá er það bara einhver niðurstaða. Menn verða bara að tala saman um það. Við höldum áfram, og ég er ekki þannig týpa að ég hleyp í burtu," sagði Logi.

Allt viðtalið má sjá hér að neðan.
Logi Ólafs: Þetta var skömminni skárra í seinni en samt ekki
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner