Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 20. júní 2021 14:00
Victor Pálsson
Erfitt að spila fyrir framan fullan völl af aðdáendum
Mynd: EPA
Það var erfitt fyrir Frakkland að spila við Ungverjaland á fullum velli á EM í gær að sögn Antoine Griezmann, leikmanns liðsins.

Frakkland gerði óvænt 1-1 jafntefli við Ungverja í gær þar sem Griezmann skoraði eina mark heimsmeistarana til að jafna metin.

61 þúsund manns voru mættir á völlinn í gær, eitthvað sem hefur ekki sést í Evrópuboltanum í langan, langan tíma.

„Við erum ekki vanir fullum leikvangi. Það var mjög erfitt að spila fyrir framan þá, við komumst ekki í gang," sagði Griezmann.

„Völlurinn var mjög þurr. Það var mjög heitt en við vissum það áður en leikurinn byrjaði."

„Við erum á EM og þar spila frábærar þjóðir með frábæra leikmenn og jafnvel gegn Ungverjalandi er það erfitt."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner