Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 20. júní 2021 09:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Segir ekkert öðruvísi að mæta KA en öðrum liðum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þórsarinn Birkir Heimisson gæti verið í eldlínunni í dag þegar Valur mætir KA á Dalvíkurvelli í toppslag í Pepsi Max-deildinni í dag.

Birkir var maður leiksins gegn Breiðabliki á miðvikudag og byrjaði hann sinn þriðja leik í mótinu í þeim leik. Fótbolti.net ræddi við kappann á föstudag og vonaðist hann eftir fleiri byrjunarliðsleikjum.

Sjá einnig:
Birkir gerði Blikum lífið leitt - Vonast eftir fleiri byrjunarliðsleikjum

Það er mikill rígur milli KA og Þór. Er Birkir spenntur fyrir leiknum?

„Ég er spenntur að spila alla leiki, hvort sem það er KA eða eitthvað annað lið. Við þurfum að halda áfram, mæta frá fyrstu mínútu í leikinn og þurfum að halda betur í boltann. Við þurfum að koma að fullum krafti inn í leikinn," sagði Birkir á föstudag.

Ekkert öðruvísi að mæta KA en öðrum liðum?

„Nei, þetta er bara fótbolti,” sagði Birkir léttur.

Valur er með tuttugu stig eftir níu leiki, liðið situr í efsta sæti sem stendur. KA er með sextán stig eftir sjö leiki í þriðja sætinu.

Leikurinn í dag byrjar klukkan 16:00.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner