Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 20. júlí 2021 16:12
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Amanda skoraði fallegasta markið í norska boltanum
Amanda í leik með U17 landsliði kvenna.
Amanda í leik með U17 landsliði kvenna.
Mynd: Getty Images
Amanda Andradóttir skoraði fallegasta markið í norska boltanum í síðasta mánuði.

Það fór fram kosning um þetta og endaði Amanda með hvorki meira né minna en 42 prósent atkvæða. Það er vel hægt að segja að það sé verðskuldað þar sem markið var stórkostlegt.

Amanda er aðeins 17 ára gömul en hefur þrátt fyrir ungan aldur farið vel af stað á stað á sínu fyrsta tímabili með meisturunum í Noregi.

Amanda er uppalin í Val og Víkingi en fór í atvinnumennsku þegar hún var 15 ára.

Hún hefur spilað fyrir yngri landslið Íslands en var í júní valin í yngri landslið Noregs í fyrsta skipti. Ísland er í hættu á að missa af þessum bráðefnilega og hæfileikaríka leikmanni en landsliðsframtíð hennar mun í fyrsta lagi ráðast í september. Ef hún spilar keppnisleik með annað hvort A-landsliði Ísland eða Noregs, þá verður hún ekki áfram lögleg með hinni þjóðinni.

Það eru keppnisleikir í september þegar bæði Ísland og Noregur hefja leik í undankeppni HM. Ef Amanda heldur áfram að spila vel með besta liði Noregs þá hlýtur hún að gera tilkall í annan hvorn landsliðshópinn, jafnvel báða.

Hægt er að sjá markið hennar stórglæsilega hér að neðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner