þri 20. júlí 2021 21:08
Brynjar Ingi Erluson
Ronaldinho skoraði í tapi gegn goðsögnum Real Madrid
Ronaldinho skoraði úr víti
Ronaldinho skoraði úr víti
Mynd: Getty Images
Goðsagnir Real Madrid unnu goðsagnalið Barcelona 3-2 er liðin mættust í góðgerðarleik í kvöld. Liðin áttust við í Ísrael.

Ronaldinho, Rivaldo, Deco og Javier Saviola voru á meðal leikmanna Barcelona á meðan Roberto Carlos, Iker Casillas, Luis Figo og Ruben de la Red voru í liði Madrídinga.

Ronaldinho skoraði fyrsta mark leiksins með marki úr vítaspyrnu sem Saviola fiskaði. Föst og örugg vítaspyrna. Pedro Munitis jafnaði metin fyrir Madrídinga áður en hann lagði upp mark fyrir Alfonso Perez.

Börsungar jöfnuðu metin með marki frá Jofre Mateu. Rivaldo átti frábæra 40 metra sendingu inn á Mateu sem lék á varnarmann og skoraði.

De La Red reyndist hetja Real Madrid á 70. mínútu með góðu marki en þessum fyrrum miðjumaður Madríd og spænska landsliðsins þurfti að leggja skóna á hilluna þegar hann var aðeins 25 ára gamall árið 2010.




Athugasemdir
banner
banner
banner