Alonso mikill aðdáandi Zubimendi - Funda í þriðja sinn um Fernandes - Ten Hag að taka við Leverkusen?
   lau 20. júlí 2024 16:56
Elvar Geir Magnússon
Davíð Ingvars snýr aftur í Breiðablik (Staðfest)
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Davíð Ingavarsson hefur skrifað undir samning við Breiðablik út tímabilið 2026. Félagið tilkynnti þetta í dag.

Davíð ákvað að reyna fyrir sér á erlendri grundu með Kolding í Danmörku en rifti samningi sínum við félagið og er nú kominn aftur heim. Davíð var svekktur með lítinn spiltíma hjá danska félaginu.

Bakvörðurinn kom í Breiðblik frá FH í 3. flokki árið 2015 þá 16 ára gamall og hefur spilað 173 leiki fyrir Breiðablik og skorað í þeim leikjum 4 mörk.

Þetta eru frábærar fréttir, Davíð er virkilega öflugur leikmaður og styrkir hópinn vel fyrir komandi átök.

„Þetta eru frábærar fréttir, Davíð er virkilega öflugur leikmaður og styrkir hópinn vel fyrir komandi átök," segir í tilkynningu Breiðabliks.

Blikar eru í þriðja sæti Bestu deildarinnar en þeir eiga heimaleik á móti KR annað kvöld.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner