Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
   sun 20. júlí 2025 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
4. deild: Þrjú jöfnunarmörk á lokamínútunum
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Það fóru fimm leikir fram í 4. deildinni í gær þar sem KH minnkaði bilið á milli sín og toppliðs KÁ með stórsigri.

Jón Örn Ingólfsson var atkvæðamestur með tvennu í 5-1 sigri gegn fallbaráttuliði KFS. KH er í öðru sæti með 23 stig eftir 11 umferðir, tveimur stigum á eftir KÁ sem missteig sig óvænt gegn botnliði Hamars.

Heimamenn í toppliði KÁ komust í þriggja marka forystu gegn Hamri en gestirnir frá Hveragerði neituðu að gefast upp, svo lokatölur urðu 4-4 eftir jöfnunarmark á 87. mínútu.

Bjarki Sigurjónsson skoraði tvennu fyrir KÁ á meðan gestirnir deildu sínum mörkum á milli sín. Þetta er ekki nema annað stigið sem Hamar nælir sér í á deildartímabilinu og er liðið níu stigum frá öruggu sæti þegar sjö umferðir eru eftir.

Árborg og Elliði deila þriðja sætinu eftir leiki gærdagsins. Elliði sigraði á útivelli gegn fallbaráttuliði Hafna, sem var afar óvænt búið að sigra þrjá deildarleiki í röð fyrir leikinn í gær, á meðan Árborg gerði skrautlegt jafntefli gegn Álftanesi.

Árborg tók forystuna snemma leiks en fékk dæmda á sig vítaspyrnu og rautt spjald á 26. mínútu. Gestirnir frá Álftanesi jöfnuðu þá metin og misstu svo sjálfir mann af velli í síðari hálfleik.

Tíu gegn tíu tókst heimamönnum að taka forystuna á Selfossi. Kristinn Ásgeir Þorbergsson skoraði úr vítaspyrnu á 96. mínútu og héldu samherjar hans að sigurinn væri í höfn, en svo var ekki. Álftnesingar svöruðu með jöfnunarmarki á 98. mínútu svo lokatölur urðu 2-2.

Árborg og Elliði eru fjórum stigum á eftir KH í öðru sætinu en þetta stig kemur sér afar vel fyrir Álftanes í fallbaráttunni. Liðið er aðeins einu stigi fyrir ofan KFS í fallsæti.

Vængir Júpíters rétt náðu þá jafntefli í sex marka leik á útivelli gegn Kríu þökk sé jöfnunarmarki seint í uppbótartíma frá Arnari Ragnars Guðjohnsen.

KH 5 - 1 KFS
1-0 Jón Örn Ingólfsson ('4 )
2-0 Patrik Írisarson Santos ('22 )
3-0 Haukur Ásberg Hilmarsson ('38 )
4-0 Jón Örn Ingólfsson ('42 )
4-1 Junior Niwamanya ('66 )
5-1 Sveinn Þorkell Jónsson ('74 )

KÁ 4 - 4 Hamar
1-0 Bjarki Sigurjónsson ('15 )
2-0 Arnór Pálmi Kristjánsson ('20 )
3-0 Bjarki Sigurjónsson ('30 )
3-1 Brynjólfur Þór Eyþórsson ('35 )
3-2 Guido Rancez ('47 )
4-2 Gísli Þröstur Kristjánsson ('48 )
4-3 Rodrigo Leonel Depetris ('54 )
4-4 Daníel Ben Daníelsson ('87 )

Hafnir 1 - 2 Elliði
1-0 Kristófer Orri Magnússon ('25 )
1-1 Pétur Óskarsson ('26 )
1-2 Nói Hrafn Ólafsson ('53 )
Rautt spjald: Daníel Steinar Kjartansson , Elliði ('94)

Árborg 2 - 2 Álftanes
1-0 Brynjar Bergsson ('12 )
1-1 Bjarki Flóvent Ásgeirsson ('27 , Mark úr víti)
2-1 Kristinn Ásgeir Þorbergsson ('96 , Mark úr víti)
2-2 Sveinn Sær Vattnes Ingólfsson ('98 )
Rautt spjald: Ari Rafn Jóhannsson , Árborg ('26)
Rautt spjald: Stefán Ingi Gunnarsson , Álftanes ('52)

Kría 3 - 3 Vængir Júpiters
0-1 Björn Orri Sigurdórsson ('31 )
1-1 Ólafur Stefán Ólafsson ('55 , Mark úr víti)
2-1 Páll Bjarni Bogason ('68 )
2-2 Bjarki Fannar Arnþórsson ('78 )
3-2 Páll Bjarni Bogason ('83 )
3-3 Arnar Ragnars Guðjohnsen ('95)
4. deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    KÁ 11 7 4 0 46 - 16 +30 25
2.    KH 11 7 2 2 30 - 19 +11 23
3.    Árborg 11 5 4 2 28 - 21 +7 19
4.    Elliði 11 5 4 2 23 - 17 +6 19
5.    Vængir Júpiters 11 4 5 2 22 - 19 +3 17
6.    Kría 11 3 4 4 21 - 22 -1 13
7.    Hafnir 11 4 0 7 25 - 33 -8 12
8.    Álftanes 11 3 2 6 15 - 23 -8 11
9.    KFS 11 3 1 7 18 - 45 -27 10
10.    Hamar 11 0 2 9 14 - 27 -13 2
Athugasemdir
banner
banner