Hinu árlega Gothia Cup sem haldið er í Gautaborg í Svíþjóð er að ljúka og var einn leikmaður sem stóð sérstaklega uppúr.
Sá leikmaður heitir N'Sira Safi og er á eldra ári í U17 ára flokki. Það væri ekki frásögu færandi nema að hér er um að ræða stelpu sem er að keppa í strákaflokki.
N'Sira Safi er partur af sterku liði Right to Dream akademíunnar frá Gana. Hún er 17 ára gömul og er að öllum líkindum langbesta 17 ára fótboltastelpa í heimi.
Safi kom inn af bekknum í fyrsta leik Right to dream á mótinu og var tekin í viðtal að leikslokum verandi eina stelpan sem er að keppa í strákaflokki. Hún sagði „ég verð betri í næsta leik, bíðið bara og sjáið" og skoraði svo með hælspyrnu. Hún hefur verið í byrjunarliðinu síðan og raðað inn mörkum.
Fréttamaðurinn Siavoush Fallahi fylgdist með á Gothia Cup.
10000 in Gothenburg applaud N’Sira Safi as she approached her penalty in the semifinal. Everyone here has the same feeling. We’ve witnessed something special this week pic.twitter.com/hBuKXMVhoR
— Siavoush Fallahi (@SiavoushF) July 18, 2025
Athugasemdir