Lewis-Skelly á blaði fjögurra félaga - Mörg stórlið vilja ungstirni Hertha Berlin - Casemiro gæti fengið nýjan samning - Toney til Englands?
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
Alli Jói: Ég lít á þetta sem skref upp á við
Jói Berg var ekki sáttur með ákvörðun Arnars: Gríðarlega svekkjandi
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
   sun 20. september 2015 18:56
Arnar Daði Arnarsson
Atli Sigurjóns: Kom ekki til greina að þeir héldu hátíð hér
Atli vildi ekki leyfa FH-ingum að fagna á Kópavogsvelli.
Atli vildi ekki leyfa FH-ingum að fagna á Kópavogsvelli.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Atli Sigurjónsson hjálpaði Breiðabliki að halda titilvonum sínum á lífi þegar liðið vann 2-1 sigur gegn FH í Pepsi-deildinni í dag.

Allt benti til þess að FH væri að fara að tryggja sér meistaratitilinn áður en Atli lagði upp tvö mörk sem tryggðu Blikum stigin þrjú.

Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  1 FH

„Við erum búnir að tryggja okkur Evrópusæti held ég og höldum líka lífi í baráttunni um 1. sætið, sem er bara gott," sagði Atli, en Blikar fóru í raun ekki í gang fyrr en FH skoraði.

„Mér fannst það bara kveikja í okkur, við byrjum leikinn almennilega þá. Það fór allt upp á hærra plan. FH fannst mér vera að spila mjög vel og halda boltanum vel innan liðsins og við dettum aftar og komumst ekki í takt við leikinn, en þegar þeir skora detta þeir aftur og við keyrum á þá."

Atli segir að Blikar stefni á að sigra síðustu leikina og sjá einfaldlega hvað gerist. Hann segir fyrst og fremst mikilvægt að FH hafi ekki fengið að fagna titlinum á Kópavogsvelli.

„Með það í huga að vinna leikina þannig að FH þurfi að vinna sitt. Við treystum á að þeir misstígi sig. Það kom ekki til greina að þeir væru að fara að halda einhverja hátíð hérna og fagna titlinum. Þú vilt ekki að liðið sem þú ert búinn að vera í baráttunni við allt mótið klári þetta á þínum heimavelli. Það er ekki gaman," sagði Atli.
Athugasemdir
banner