Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fös 20. september 2019 14:24
Elvar Geir Magnússon
Jafntefli nægir báðum liðum - Úlfur spáir 0-0
Stuðningsmenn Gróttu.
Stuðningsmenn Gróttu.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Ná Haukar að halda sæti sínu?
Ná Haukar að halda sæti sínu?
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
„Ég tel að það séu 95 líkur á því að Grótta fari upp. Það er ekki einu sinni víst að Leiknir klári Framarana," segir Baldvin Már Borgarsson í Inkasso-horninu.

Grótta og Haukar mætast í lokaumferð Inkasso-deildarinnar en sú staða er komin upp að jafntefli nægir báðum liðum. Jafntefli tryggir Gróttu upp í Pepsi Max-deildina og tryggir áframhaldandi veru Hauka í deildinni.

Úlfur Blandon spáir því að jafntefli veriði niðurstaðan.

„Þetta eru tveir þjálfarar sem vilja gera gott mót fyrir sín lið. Þú gerir allt til að halda markinu þínu hreinu og ert ekki að taka óþarfa áhættu. Fjórir leikir af sex í síðustu umferð enduðu með jafntefli. Ég ætla að spá þessum leik 0-0," segir Úlfur sem er fyrrum þjálfari Gróttu.

Grótta hefur fengið mikið lof í sumar.

„Það þarf ekkert að fara mörgum orðum um það hversu mikið afrek þetta er hjá leikmönnum, þjálfarateyminu og öllum klúbbnum. Það er ótrúlegt að Grótta sé með pálmann í höndunum að komast upp í Pepsi Max-deildina fyrir lokaumferð. Ég er spenntur að sjá hvernig félagið mun tækla það að vera í efstu deild. Hvað mun breytast?" segir Úlfur.

Haukar hafa verið að rétta úr kútnum eftir að Luka Kostic tók við liðinu. Hafnarfjarðarliðið spilar einfaldan en árangursríkan leikstíl.

„Þeir reyna ekki einu sinni að spila frá markinu. Skilaboðin eru væntanlega þau að halda boltanum eins langt frá eigin marki og hægt er. Það hefur skilað sér. Luka kann alveg að berja krafti í menn og svo er rosalegt teymi í kringum þetta. Ég held að allir sem hafi þjálfað hjá Haukum séu á skýrslu. Ég held að Haukar bjargi sér og tapi ekki fyrir Gróttu," segir Baldvin og Úlfur tekur undir:

„Haukar eru bara með hörkulið og stórfurðulegt að þeir séu við fallsvæðið. Það virðist vera búið að koma mönnum í skilning um það að þeir eru með gott lið. Luka er ekkert að flækja málin, hann gerir hlutina einfalt. Þetta er enginn tiki-taka bolti hjá þeim," segir Úlfur.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner