Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
   mán 20. september 2021 10:36
Elvar Geir Magnússon
James Rodriguez til Katar í viðræður
James Rodriguez, leikmaður Everton, hefur ferðast til Katar þar sem hann fer í viðræður við félag.

Framtíð James hjá Everton hefur verið í óvissu síðan Carlo Ancelotti yfirgaf félagið og Rafael Benítez tók við.

Leikmaðurinn hefur ekkert spilað undir stjórn Benítez en hann hefur misst af leikjum vegna mála sem tengjast Covid-19 faraldrinum.

Hans síðasti leikur fyrir félagið var 1-0 tap gegn Sheffield United þann 16. maí.

James spilaði 26 leiki í öllum keppnum fyrir Everton á síðasta tímabili, skoraði sex mörk og átti níu stoðsendingar.
Athugasemdir
banner
banner