Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 20. september 2022 16:08
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Orri Steinn þakkar þjálfaranum sem var látinn fara
Orri Steinn Óskarsson.
Orri Steinn Óskarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það var tilkynnt í dag að þjálfarinn Jess Thorup hefði verið rekinn frá FC Kaupmannahöfn í Danmörku.

Gengi FCK á nýju tímabili hefur verið langt undir væntingum og liðið situr í níunda sæti.

Íslensku landsliðsmennirnir Ísak Bergmann Jóhannesson og Hákon Arnar Haraldsson spila fyrir FCK og einnig U21 landsliðsmaðurinn Orri Óskarsson.

Orri Steinn, sem er núna í verkefni með U21 landsliðinu, birti í dag færslu á samfélagsmiðlum þar sem hann þakkaði þjálfaranum fyrir.

„Til mannsins sem gaf mér minn fyrsta leik og trúði á mig, takk fyrir," skrifar Orri Steinn, sem er 18 ára gamall, um Thorup á Twitter en hér fyrir neðan má sjá færsluna.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner