Man Utd tilbúið að hlusta á tilboð í Rashford og Martínez - Arteta vill Vlahovic - Ashworth gæti tekið til starfa hjá Arsenal
   mið 20. september 2023 17:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Montella að taka við landsliði Tyrklands
Vincenzo Montella.
Vincenzo Montella.
Mynd: Getty Images
Fyrrum ítalski landsliðsmaðurinn Vincenzo Montella verður næsti landsliðsþjálfari Tyrklands.

Þetta kemur fram í fjölmiðlum þar í landi í dag.

Stefan Kuntz var í dag látinn fara úr starfi landsliðsþjálfara og mun Montella koma inn í staðinn fyrir hann. Það er búist við því að hinn 49 ára gamli Montella muni skrifa undir þriggja ára samning.

Vonast er til að Montella muni stýra Tyrklandi í lokakeppni EM 2024 og á HM 2026.

Montella var goðsögn sem leikmaður hjá Roma en eftir að leikmannaferlinum lauk þá hefur hann stýrt Fiorentina, Sampdoria, AC Milan, Sevilla og nú síðast Adana Demirspor í Tyrklandi.

Þetta verður hans fyrsta starf sem landsliðsþjálfari.
Athugasemdir
banner
banner