Saliba til Real, Costa til City, Chilwell til Man Utd, Ramsey eftirsóttur og Van Dijk fær nýjan samning
banner
   fös 20. september 2024 21:37
Ívan Guðjón Baldursson
Championship: Hull vann í Stoke
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Stoke 1 - 3 Hull City
1-0 Ben Wilmot ('30)
1-0 Kasey Palmer, misnotað víti ('63)
1-1 Kasey Palmer ('63)
1-2 Regan Slater ('77)
1-3 Viktor Johansson ('79, sjálfsmark)

Stoke City og Hull City áttust við í fyrsta leik helgarinnar í Championship deildinni og tóku heimamenn forystuna í fyrri hálfleik.

Ben Wilmot skoraði á 30. mínútu og leiddi Stoke allt þar til á 63. mínútu, þegar Kasey Palmer steig á vítapunktinn fyrir gestina.

Palmer lét verja spyrnuna frá sér en tókst að fylgja eftir með marki til að jafna metin.

Leikurinn var jafn en Hull tókst að tryggja sér sigurinn með tveimur mörkum á lokakaflanum. Regan Slater skoraði fyrst áður en Viktor Johansson gerði sjálfsmark á 79. mínútu.

Lokatölur urðu 1-3 fyrir Hull og eru bæði Stoke og Hull með 6 stig eftir 6 umferðir.
Athugasemdir
banner