Real gæti gert janúartilboð í Trent - O'Neil verður ekki rekinn - Liverpool vill Eze
   fös 20. september 2024 20:02
Ívan Guðjón Baldursson
England: Meistararnir byrja á sigri
Mynd: EPA
Chelsea 1 - 0 Aston Villa
1-0 Johanna Kaneryd ('36)

Ríkjandi Englandsmeistarar hafa byrjað nýtt tímabil á sigri í efstu deild kvenna.

Chelsea tók á móti Aston Villa í opnunarleik nýs tímabils og skoraði hin sænska Johanna Rytting Kaneryd glæsilegt mark á 36. mínútu, eftir undirbúning frá Mayra Ramirez. Það reyndist vera eina mark leiksins.

Heimakonur voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik en leikurinn jafnaðist út eftir leikhlé þar sem gestirnir í liði Aston Villa komust í dauðafæri en tókst ekki að jafna. Hannah Hampton átti tvær stórglæsilegar markvörslur til að halda markinu sínu hreinu og tryggja þrjú stig fyrir Chelsea.

Chelsea vann Englandsmeistaratitilinn á dramatískan máta á síðustu leiktíð. Liðið vann á markatölu eftir að Manchester City hafði tapað heimaleik gegn Arsenal í næstsíðustu umferð. Man City endaði í öðru sæti.
Athugasemdir
banner
banner