Saliba til Real, Costa til City, Chilwell til Man Utd, Ramsey eftirsóttur og Van Dijk fær nýjan samning
   fös 20. september 2024 22:00
Ívan Guðjón Baldursson
Hættur með Ástralíu - Wagner líklegastur
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Graham Arnold er búinn að segja upp starfi sínu sem landsliðsþjálfari Ástralíu eftir hrikalega byrjun á forkeppni Asíuþjóða fyrir HM 2026.

Ástralía tapaði heimaleik gegn Barein og gerði svo markalaust jafntefli við Indónesíu í tveimur fyrstu leikjum forkeppninnar.

Arnold var við stjórnvölinn þegar Ástralía komst í 16-liða úrslit á HM 2022 í Katar en var slegið út af Argentínu, sem stóð uppi sem sigurvegari í mótinu. Það voru þó vonbrigði þegar Ástralía var slegið út í 16-liða úrslitum í Asíubikarnum í vetur.

„Ég hef hugsað mikið um þetta og tekið ákvörðun um að segja upp starfinu. Ég hef gott af því að breyta til. Ég tek þessa ákvörðun vegna þess að ég tel hana vera þá bestu í þágu áströlsku þjóðarinnar," segir meðal annars í yfirlýsingu frá Arnold.

Ástralir þurfa að gera betur í næstu leikjum sem eru gegn Kína og Japan í október og telja veðbankar Þjóðverjann David Wagner vera líklegastan til að taka við starfinu.

Wagner er 52 ára gamall og starfaði síðast sem aðalþjálfari hjá Norwich City á síðustu leiktíð, en þar áður hafði hann starfað sem aðstoðarþjálfari hjá Borussia Dortmund og aðalþjálfari hjá Huddersfield Town, Schalke og Young Boys.

Hann kom Norwich alla leið í undanúrslitaleik umspils Championship deildarinnar á síðustu leiktíð en var rekinn degi eftir tap gegn Leeds í umspilinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner