Saliba til Real, Costa til City, Chilwell til Man Utd, Ramsey eftirsóttur og Van Dijk fær nýjan samning
   fös 20. september 2024 21:21
Ívan Guðjón Baldursson
Moukoko byrjar á flugeldasýningu hjá Nice
Mynd: OGC Nice
Nice 8 - 0 Saint-Etienne
1-0 Dylan Batubinsika ('4, sjálfsmark)
2-0 Tanguy Ndombele ('7)
3-0 Mohamed-Ali Cho ('24)
4-0 Youssoufa Moukoko ('26)
5-0 Evann Guessand ('36)
6-0 Youssoufa Moukoko ('39)
7-0 Sofiane Diop ('75)
8-0 Pablo Rosario ('86, víti)

Það fór einn leikur fram í franska boltanum í kvöld þar sem OGC Nice tók á móti AS Saint-Étienne og uppskar sögulegan stórsigur.

Hinn efnilegi Youssoufa Moukoko var í byrjunarliði Nice í fyrsta sinn og skein hann skært í markamiklum fyrri hálfleik.

Nice komst í tveggja marka forystu eftir sjö mínútur, þar sem Tanguy Ndombele, fyrrum leikmaður Tottenham, komst á blað áður en Mohamed-Ali Cho setti þriðja mark heimamanna. Moukoko komst lokst á blað með fjórða markinu á 26. mínútu og lagði hann fimmta markið svo upp, áður en hann skoraði aftur og staðan orðin 6-0.

Nice vann að lokum 8-0 þar sem Moukoko, sem var keyptur frá Borussia Dortmund í sumar, var skipt af velli á 62. mínútu.

Nice er með sjö stig eftir fimm fyrstu umferðirnar á nýju tímabili. St. Etienne er aðeins með þrjú stig eftir þetta risastóra tap.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner