Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 20. október 2019 16:21
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tvö mörk skoðuð á Old Trafford - Tekið af Liverpool en ekki United
Mynd: Getty Images
Það er kominn hálfleikur í stórleik Manchester United og Liverpool. Staðan er óvænt 1-0 fyrir United, en fyrri hálfleikurinn hefur litast mikið af VAR, myndbandstækninni.

Marcus Rashford kom United yfir á 37. mínútu eftir góða fyrirgjöf frá Daniel James.

Leikmenn Liverpool voru allt annað en sáttir þar sem þeir töldu að brotið hefði verið á Divock Origi í aðdragandanum. Atvikið var skoðað, en markið var dæmt gott og gilt.

Sadio Mane skoraði svo og jafnaði metin, en það mark var einnig skoðað. Í þetta skiptið var það dæmt af þar sem boltinn fór í hendi Mane í aðdragandanum.

Staðan því 1-0 fyrir United í hálfleik á Old Trafford.

Myndband af marki Rashford má sjá hér.

Myndband af markinu sem var dæmt af Liverpool má sjá hérna.
Athugasemdir
banner
banner
banner