Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   þri 20. október 2020 10:37
Fótbolti.net
Fólk botnar ekki í stjórnvöldum - „Í fyrsta skipti er ég hættur að skilja"
Gunnar Jarl Jónsson.
Gunnar Jarl Jónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gunnar Jarl Jónsson, fyrrum dómari og sparkspekingur, segist ekkert botna í þeirri reglugerð sem tók gildi í dag vegna Covid-19.

Líkamsræktarstöðvar mega hafa opið á meðan íþróttaæfingar liggja niðri á höfuðborgarsvæðinu.

Gunnar hefur starfað við þjálfun ungra iðkenda hjá Þrótti.

„Í fyrsta skipti er ég hættur að skilja. Íþróttastarf barna liggur niðri, ég get ekki þjálfað 6-7 ára krakka þessa dagana en við hleypum fólki í líkamsræktarstöðvar eins og ekkert sé," skrifar Gunnar á Twitter.

„Forðumst hópamyndanir. Allir í hópatíma. Ha? Getur einhver útskýrt eins og ég sé 6 ára."

Fótboltalið mega ekki æfa nema með ströngum takmörkunum en bannað er að senda bolta á milli og gæta þarf að tveggja metra reglunni eins og fjallað var um í gær.

Greint var frá því í gær að íslenska kvennalandsliðið færi fyrr út til Svíþjóðar þar sem liðið má ekki æfa hér á landi.

Talsverð umræða hefur skapast um þetta ósamræmi í reglugerð yfirvalda.



Athugasemdir
banner
banner
banner