Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   þri 20. október 2020 19:46
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gibbs segir KSÍ ekki bera virðingu eða tillit til leikmanna
Gibbs í leik með Keflavík.
Gibbs í leik með Keflavík.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Joey Gibbs, ástralskur sóknarmaður Keflavíkur, hefur gagnrýnt KSÍ fyrir þá ákvörðun að halda Íslandsmótinu áfram.

Fólk hefur skipst í fylkingar með ákvörðunina, með eða á móti.

Gibbs er langmarkahæstur í Lengjudeildinni og hann hefur farið á kostum í sumar. Hann birti tíst í kvöld þar sem hann gagnrýnir ákvörðunina að halda áfram Íslandsmótinu.

„Engin virðing og ekkert tillit tekið til leikmanna með þessari ákvörðun," skrifar Gibbs á Twitter og segir að þetta sé ekki skynsamleg ákvörðun á heilsufarslegum og fjárhagslegum nótum.

„Ég trúi því ekki að meirihluti félaga muni samþykkja þessa ákvörðun," skrifar Gibbs, leikmaður toppliðs Lengjudeildarinnar.

Þjálfarar Einherja og Tindastóls lýsa yfir óánægju sinni
Ash Civil, þjálfari Einherja, og Jamie McDonough, þjálfari Tindastóls, hafa látið í sér heyra á Twitter í kvöld. Þeir eru báðir ósáttir við það hversu langan tíma það tók KSÍ að taka þessa ákvörðun.

„Um það bil þrjár vikur að taka ákvörðun sem var valkostur eitt og hefði átt að taka tíu mínútur að ákveða. Ég velti fyrir mér af hverju? Af hverju að bíða þangað til núna? Hefðu getað sagt þetta fyrir tveimur og hálfri viku síðan," skrifar McDonough á Twitter.

Civil tekur í sama streng. „Skil af hverju það var ekki hægt að tilkynna þetta fyrr. Svo hægt væri að gefa félögum tækifæri til að ræða við erlenda leikmenn sína."

Margir erlendir leikmenn sem spilað hafa á Íslandi í sumar eru farnir til síns heima. Tindastóll er í sjöunda sæti 3. deildar og Einherji í níunda sæti.

Sjá einnig:
Mínar hugmyndir um hvernig hægt er að slaufa tímabilinu




Athugasemdir
banner
banner
banner