Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   þri 20. október 2020 23:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
McManaman um Neymar í sigurmarki Man Utd: Enginn áhugi á leiknum
Neymar og Rashford í leikslok.
Neymar og Rashford í leikslok.
Mynd: Getty Images
Brasilíumaðurinn Neymar átti ekki alveg sinn besta dag í 2-1 tapi Paris Saint-Germain gegn Manchester United í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í kvöld.

Úrslit kvöldsins:
Meistaradeildin: Rashford aftur hetjan í París

Marcus Rashford skoraði sigurmark Man Utd á 87. mínútu leiksins. Hann fékk boltann frá Paul Pogba, keyrði í átt að teignum og átti skot sem fór í stöngina og inn.

Rashford gerði afskaplega vel en Steve McManaman, fyrrum leikmaður Liverpool, var ekki hrifinn af því sem Neymar gerði í aðdragandanum.

„Sjáið Neymar ganga í burtu frá boltanum, enginn áhugi á leiknum," sagði McManaman í útsendingu BT Sport.

Markið má sjá hérna.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner