Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 20. október 2021 15:28
Elvar Geir Magnússon
Sagði flugmanninum í flugi Sala að fljúga ekki vélinni
Dav­id Hend­er­son mætir í dómshúsið í Cardiff.
Dav­id Hend­er­son mætir í dómshúsið í Cardiff.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Nú eru í gangi réttarhöld vegna flugslyssins sem varð til þess að fótboltamaðurinn Emiliano Sala lést í janúar 2019. Flugvélin átti að færa Sala frá Frakklandi til Wales þar sem argentínski sóknarmaðurinn hafði verið keyptur til Cardiff City.

Sala lést ásamt Dav­id Ib­bot­son flugmanni en þeir voru tveir í vélinni þegar hún fórst í Ermarsundi.

Fay Keely, sem átti flugvélina, segist hafa sagt David Henderson, sem hafði umsjón með vélinni, að láta Ibbotson ekki fljúga. Hún hafði fengið skilaboð frá flugmálayfirvöldum um tvö loftvarnarbrot sem hann hafði framið.

Henderson, sem er 67 ára gamall, neitar sök um að hafa með gáleysi sínu stofnað flugvélinni í hættu.

Hann er sakaður um að hafa skipulagt flugið um miðja nótt þrátt fyrir að hafa vitað að Ibbotson var ekki með réttindi til að fljúga í myrkri og hafði ekki reynslu af flugi í vondu veðri.

Henderson sá um að halda flugvélinni við, leigja hana út og velja flugmenn. Keely segist hafa sent Henderson tölvupóst um að Ibbotson ætti ekki að vera ráðinn til að fljúga vélinni, mánuði áður en slysið varð.

Henderson flaug Sala ekki sjálfur þar sem hann var í fríi í París með eiginkonu sinni og fékk þá Ibbotson í verkið. Hann var hinsvegar með útrunnin réttindi.
Athugasemdir
banner
banner