Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 20. október 2021 21:34
Brynjar Ingi Erluson
Scholes um frammistöðu United: Ég vil ekki vera leiðinlegi gaurinn í partýinu
Paul Scholes
Paul Scholes
Mynd: Getty Images
Paul Scholes, fyrrum leikmaður Manchester United og enska landsliðsins, segir frammistöðu liðsins í fyrri hálfleik í 3-2 sigrinum á Atalanta, vera mikið áhyggjuefni fyrir Ole Gunnar Solskjær.

United lenti tveimur mörkum undir í fyrri hálfleik en kom til baka í þeim síðari, gerði þrjú mörk og vann leikinn.

Scholes var sérfræðingur hjá BT Sport í kvöld en hann segir að þetta United-lið verði í miklum vandræðum um helgina ef liðið heldur áfram að spila svona.

„Ég skil alla spennuna og allt það en ég naut þess ekki að horfa á fyrri hálfleikinn, það skemmdi svolítið síðari hálfleikinn. Ef þeir væru að spila gegn betra liði þá væri þetta annað mál, en fyrri hálfleikurinn var mikið áhyggjuefni," sagði Scholes.

„Það vantaði samheldnina og það kann ekki góðri lukku að stýra. Geta þeir spilað gegn Liverpool á þennan hátt? Ekki fræðilegur möguleiki. Hvað þá gegn Man City? eða toppliði í Meistaradeildinni?"

„Ég vil ekki hljóma eins og leiðinlegi gaurinn í partýinu en þessi fyrri hálfleikur var mikið áhyggjuefni fyrir mér,"
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner