Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mið 20. nóvember 2019 23:10
Ívan Guðjón Baldursson
Emre Can: Tek ákvörðun í vetur
Emre Can er 25 ára og vann ítölsku deildina á sínu fyrsta tímabili hjá Juventus.
Emre Can er 25 ára og vann ítölsku deildina á sínu fyrsta tímabili hjá Juventus.
Mynd: Getty Images
Framtíð Emre Can hjá Juventus er í óvissu og gæti þýski miðjumaðurinn yfirgefið félagið í janúar ef Maurizio Sarri gefur honum ekki fleiri tækifæri en hann hefur verið að gera.

Miðjumaðurinn öflugi var ekki skráður í leikmannahóp Juve í Meistaradeildinni og hefur aðeins komið við sögu í fjórum deildarleikjum. Þetta er viðsnúningur frá því í fyrra þegar hann var mikilvægur hlekkur í liðinu undir stjórn Massimiliano Allegri.

„Ég er ennþá leikmaður juventus og þó að ég sé ekki sáttur með stöðuna þá er ég ennþá að leggja mig 100% fram á æfingum. Ég er að reyna að breyta stöðunni og koma mér í liðið, enginn leikmaður vill sitja á bekknum," sagði Emre Can eftir að hafa spilað í 6-1 sigri Þjóðverja gegn Norður-Írum í vikunni.

„Þetta er staðan hjá mér núna í Tórínó, ég þarf að hugsa um hvað er best fyrir mig í þessari stöðu. Ég tek ákvörðun í vetur.

„Ég gæti verið hérna áfram en bara ef ástandið breytist. Ég þarf að spila."

Athugasemdir
banner
banner
banner