Brunaútsala hjá Man Utd - Greenwood ætlar að hafna Barcelona - Chelsea reyndi að fá Nunez fyrir tímabilið
banner
   sun 20. nóvember 2022 19:00
Ívan Guðjón Baldursson
Fæstu marktilraunir frá upphafi mælinga
Mynd: EPA

Ekvador lagði Katar að velli í þokkalega bragðdaufum opnunarleik HM sem fór þó skemmtilega af stað.


Enner Valencia setti boltann þrisvar sinnum í netið á fyrsta hálftíma leiksins og reyndust tvö mörkin vera gild.

Ekvador stóð uppi sem sigurvegari, 0-2, og setti leikurinn nýtt met á HM, allt frá því að mælingar hófust þegar mótið var haldið á Englandi 1966.

Metið snýr að markiltraunum í leiknum, þar sem í heildina áttu Katar og Ekvador aðeins ellefu marktilraunir. Það hefur engin viðureign á heimsmeistaramóti innihaldið færri marktilraunir síðan mælingar hófust.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner