Phillips, Toney, Guirassy, Vlahovic, Thuram, Mbappe og fleiri koma við sögu.
   mán 20. nóvember 2023 22:07
Brynjar Ingi Erluson
Ítalía, Slóvenía og Tékkland á EM
Ítalir geta varið titilinn
Ítalir geta varið titilinn
Mynd: EPA
Slóvenar eru komnir á EM
Slóvenar eru komnir á EM
Mynd: EPA
Tékkar tryggðu sig inn á EM og hjálpuðu Íslendingum í leiðinni
Tékkar tryggðu sig inn á EM og hjálpuðu Íslendingum í leiðinni
Mynd: EPA
Ítalía, Slóvenía og Tékkland eru öll komin með farseðil á Evrópumótið sem fer fram í Þýskalandi á næsta ári.

Ítalía gerði markalaust jafntefli við Úkraínu á Bay-Arena í Leverkusen í Þýskalandi.

Úkraína þurfti að vinna leikinn til að komast beint á EM en þar að sætta sig við umspil í staðinn. Ítalía er komið á Evrópumótið og fær því tækifæri til að verja titilinn.

Í sama riðli gerði England 1-1 jafntefli við Norður-Makedóníu þar sem hinn 18 ára gamli Rico Lewis spilaði sinn fyrsta leik fyrir enska landsliðið.

Hann fékk á sig vítaspyrnu á 41. mínútu fyrir að slá framherja heimamanna í andlitið. Jordan Pickford gerði vel í að verja vítið en boltinn barst aftur til Bardhi sem skoraði.

Harry Kane kom inn af bekknum í síðari hálfleik og sá um að bjarga stigi fyrir Englendinga með skalla eftir hornspyrnu Phil Foden.

Englendingar unnu C-riðilinn sannfærandi með 20 stig þó úrslitin í kvöld hafi verið ákveðin vonbrigði.

Tékkland mun þá spila á Evrópumótinu eftir að hafa unnið góðan 3-0 sigur á Moldóvu í hreinum úrslitaleik. David Doudera, Tomas Chory og Tomas Soucek með mörkin.

Frábær úrslit fyrir Tékka og einnig okkur Íslendinga því nú erum við tryggð áfram í umspil en það veltur á úrslitum úr öðrum leikjum hvort við förum A-leiðina eða B-leiðina.

Albanía og Færeyjar gerðu markalaust jafntefli í sama riðli

Slóvenía fylgir Dönum upp úr H-riðli eftir að liðið vann 2-1 sigur á Kasakstan í úrslitaleik.

Kasakstan þurfti sigur til að komast áfram en Slóvenar kláruðu sitt þökk sé mörkum frá Benjamin Sesko og Benjamin Verbic. Slóvenía hafnaði í öðru sæti með 22 stig, jafn mörg og Danmörk sem tók toppsætið.

Danir töpuðu fyrir Norður-Írum, 2-0. Isaac Price og Dion Charles gerðu mörk heimamanna.

Finnland lagði San Marínó, 2-1, og hafna því Finnar í 4. sæti riðilsins með 18 stig.

Úrslit og markaskorarar:

C-riðill:

Norður-Makedónía 1 - 1 England
1-0 Enis Bardhi ('41 )
1-0 Enis Bardhi ('41 , Misnotað víti)
1-1 Harry Kane ('59 )

Úkraína 0 - 0 Ítalía

E-riðill:

Tékkland 3 - 0 Moldóva
1-0 David Doudera ('14 )
2-0 Tomas Chory ('72 )
3-0 Tomas Soucek ('90 )
Rautt spjald: Vladislav Babohlo, Moldova ('55)

Albanía 0 - 0 Færeyjar

H-riðill:

Norður-Írland 2 - 0 Danmörk
1-0 Isaac Price ('60 )
2-0 Dion Charles ('81 )

Slóvenía 2 - 1 Kasakstan
1-0 Benjamin Sesko ('41 , víti)
1-1 Ramazan Orazov ('48 )
2-1 Benjamin Verbic ('86 )

San Marínó 1 - 2 Finnland
0-1 Pyry Soiri ('50 )
0-2 Pyry Soiri ('58 )
1-2 Filippo Berardi ('90 , víti)
Athugasemdir
banner
banner
banner