Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 21. janúar 2020 14:30
Hafliði Breiðfjörð
Heimild: BBC 
Solskjær að kenna að Rashford verður lengi frá
Er það Ole Gunnar Solskjær að kenna að Marcus Rashford spilar ekki fyrr en í apríl?
Er það Ole Gunnar Solskjær að kenna að Marcus Rashford spilar ekki fyrr en í apríl?
Mynd: Getty Images
Ian Wright fyrrverandi leikmaður Arsenal er harðorður í garð Ole Gunnar Solskjær knattspyrnustjóra Man Utd og segir það sök þess norska að framherjinn Marcus Rashford verður frá keppni næstu vikurnar.

Rashford sem er 22 ára gamall kom inná sem varmaður í sigrinum gegn Wolves í bikarnum í síðustu viku en varð að fara aftur af velli meiddur. Hann verður rá keppni næstu þrjá mánuðina.

„Ole Gunnar Solskjær sagði að Marcus Rashford væri tæpur og spilaði honum samt gegn Wolves, núna verður hann frá keppni í þrjá mánuði," sagði Wright við Monday Night Club á BBC 5 Live útvarpsstöðinni.

„Solskjær er undir mikilli pressu að koma United aftur á þann stall sem félagið var á og hugsaði bara um sjálfan sig fram yfir hag leikmannsins. Solskjær tók sjálfan sig fram yfir heilsu Rashford."

„Núna er einn af efnilegustu og mikilvægustu leikmönnum liðsins frá keppni og það er sök knattspyrnustjórans."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner