Valsmenn eru og verða með Færeying á reynslu út þessa viku. Þetta staðfesti Heimir Guðjónsson, aðalþjálfari Vals, í samtali við Fótbolta.net.
Leikmaðurinn sem er á reynslu heitir Petur Knudsen. Petur er 21 árs gamall miðjumaður sem á að baki 102 leiki í efstu deild í Færeyjum. Hann hefur allan sinn feril verið hjá NSÍ Runavík. Í þessum 102 leikjum hefur hann skorað 28 mörk og lagt upp tíu.
„Já hann er kominn til okkar á reynslu og verður út vikuna," sagði Heimir Guðjónsson við Fótbolta.net þegar hann var spurður út í Knudsen.
Leikmaðurinn sem er á reynslu heitir Petur Knudsen. Petur er 21 árs gamall miðjumaður sem á að baki 102 leiki í efstu deild í Færeyjum. Hann hefur allan sinn feril verið hjá NSÍ Runavík. Í þessum 102 leikjum hefur hann skorað 28 mörk og lagt upp tíu.
„Já hann er kominn til okkar á reynslu og verður út vikuna," sagði Heimir Guðjónsson við Fótbolta.net þegar hann var spurður út í Knudsen.
Á liðinni leiktíð lék Petur nítján leiki undir stjórn Guðjóns Þórðarsonar, Guðjón þjálfaði NSÍ á liðinni leiktíð. Í þeim leikjum skoraði hann átta mörk og lagði upp tvö mörk. NSÍ endaði í 3. sæti deildarinnar.
Petur er sonur Jens Martin Knudsen sem gerði garðinn frægan hér á landi með Leiftri í kringum aldamótin. Jens varði mark Leifturs í 52 deildarleikjum á árunum 1998-2000. Jens varði þá mark færeyska landsliðsins í 65 leikjum á árunum 1988-2006.
Á liðinni leiktíð var Jens aðstoðarmaður Guðjóns Þórðarsonar hjá NSÍ og vildi eftir leiktíðina að Guðjón tæki við færeyska landsliðinu.
Sjá einnig:
Tímavélin: Leiftursævintýrið – Hamburg spilaði á Ólafsfirði
Jens Martin Knudsen: Var ekki alltaf með húfu á Íslandi
Athugasemdir