Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   fim 21. janúar 2021 16:15
Magnús Már Einarsson
41 árs markvörður fær sviðsljósið eftir sigur á Real Madrid
Mynd: Getty Images
José Juan Figueras, markvörður Alcoyano, hefur fengið sviðsljósið á Spáni eftir að liðið sló Real Madrid út í spænska konungsbikarnum í gær.

Alcoyano, sem spilar í C-deildinni á Spáni, skoraði sigurmark í framlengingu en liðið var þá manni færri.

Hinn 41 árs gamli Jose Juan varði tíu skot í leiknum í gær og fékk mikið lof fyrir frammistöðu sína.

Jose spilaði sinn fyrsta leik í meistaraflokki árið 1999. Hann hefur mest spilað í spænsku B og C-deildinni en árið 2003 spilaði hann sinn eina leik í úrvalsdeild, með Celta Vigo.

Jose er að mjólka sviðsljósið en hann er með leik í gangi á Twitter þar sem hann gefur áritaða treyju.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner