Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   fim 21. janúar 2021 19:47
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: Vísir 
Davíð Örn ráðfærði sig við Óla Þórðar áður en hann valdi Blika
Mynd: Breiðablik
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Davíð Örn Atlason gekk til liðs við Breiðablik í dag og er bakvörðurinn öflugi búinn að gefa viðtal við Vísi.

Davíð Örn er 26 ára gamall og hefur verið einn besti bakvörður efstu deildar undanfarin ár. Hann á yfir 100 leiki að baki í efstu deild með Víkingi R. og telur vera kominn tíma til að halda á önnur mið.

Samningur Davíðs við Víking hefði runnið út næsta haust. Auk Blika voru Íslandsmeistarar Vals áhugasamir og gat Davíð valið á milli stórveldanna tveggja.

Hann hugsaði málið í einhvern tíma og tók ákvörðun eftir að hafa heyrt í sínum gamla lærimeistara, Ólafi Þórðarsyni.

„Það er ekkert leyndarmál að ég hitti bæði þessi lið. Ég tók bara ákvörðun snemma í morgun," sagði Davíð Örn við Vísi.

„Ég leitaði í viskubrunn Óla Þórðar – hringdi í hann í morgun – og mér fannst gott að tala við hann. Ég var farinn að hallast að því að velja Breiðablik. Ég talaði við hann í góðan tíma og eftir það var ég sannfærður um ákvörðunina. Það létti á manni og ég er mjög ánægður með þessa ákvörðun.

„Þegar maður tekur svona stóra ákvörðun þá leitar maður til fyrri þjálfara og ég hef alltaf metið Óla mikils. Aðrir þjálfarar sem ég hef haft eru líka í þannig störfum að það kannski hentaði ekki. Það hefði ekki verið viðeigandi að heyra í Loga Ólafs (þjálfara FH) um þetta."


Davíð Örn skilur við Víking á góðum nótum og er markmið hans ennþá að halda erlendis í atvinnumennsku.
Athugasemdir
banner
banner