Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   fim 21. janúar 2021 12:12
Elvar Geir Magnússon
„Ef hann spilar á Íslandi viljum við að það verði hjá okkur"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍA vonast til þess að Ísak Snær Þorvaldsson verði með liðinu í Pepsi Max-deildinni í sumar.

Ísak hefur verið að æfa með ÍA og lék með liðinu í sigrinum gegn Gróttu í Fótbolta.net mótinu í síðustu viku.

„Ef hann spilar á Íslandi þá viljum við auðvitað að það verði hjá okkur. En þetta veltur allt saman á Norwich," sagði Geir Þorsteinsson, framkvæmdastjóri ÍA, við Fótbolta.net.

Ísak er miðjumaður sem var hjá ÍA á lánssamningi frá Norwich síðasta tímabil en hann er samningsbundinn enska félaginu til sumarsins 2022.

Hann staldraði stutt við á láni hjá skoska liðinu St. Mirren á síðasta tímabili áður en hann fór svo til ÍA. Hann lék sjö leiki í Pepsi Max-deildinni á síðasta tímabili.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner