fim 21. janúar 2021 20:20
Ívan Guðjón Baldursson
Lindelöf stöðvaði vasaþjóf í Svíþjóð: „Hljóp yfir veggi"
Mynd: Getty Images
Það er liðið hálft ár síðan Victor Lindelöf elti uppi vasaþjóf í borginni Västerås er hann kíkti á fjölskyldu og ættingja í heimalandinu Svíþjóð.

Vasaþjófurinn sem Lindelöf elti uppi hefur nú verið dæmdur en þjófurinn hafði rænt tösku af 90 ára gamalli konu sem heitir Kerstin.

„Hann var ótrúlegur, hann hljóp yfir göngubrýr og veggi, þetta er augljóslega maður í góðu formi," sagði Kerstin þegar hún var spurð út í atvikið. Þjófurinn var á hjóli en Lindelöf lét það ekki á sig fá.

„Ég kallaði á hjálp og þá komu tvær manneskjur strax til mín, Jessica og Victor. Jessica náði mynd af þjófinum, hún sýndi Victor myndina og hann spretti af stað. Það komu nokkrir lögreglubílar og andartaki síðar var Victor kominn til baka með þjófinn handsamaðan."

Maðurinn játaði sökina á sig og var dæmdur fyrir rán og minniháttar fíkniefnabrot. Hann var meðal annars dæmdur til að greiða 5000 sænskar krónur, eða tæpar 80 þúsund íslenskar, í skaðabætur til Kerstin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner