Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 21. janúar 2021 15:30
Magnús Már Einarsson
Raggi Sig: Hefði viljað spila með FCK að eilífu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þú getur ekki beðið um meira sem fótboltamaður en að spila í hvítu og bláu treyjunni á Parken með bestu stuðningsmenn í heimi á bakvið þig," segir varnarmaðurinn Ragnar Sigurðsson á Instagram.

Hinn 34 ára gamli Ragnar er afar vinsæll hjá FC Kaupmannahöfn en hann lék með liðinu frá 2011 til 2014 og kom síðan aftur þangað í fyrra. Í vikunni samdi Ragnar hins vegar við Rukh Lviv í Úkraínu.

„Ég er líklega ekki sá eini sem hefði viljað spila með FCK að eilífu en fótboltinn breytist fljótt á meðan maður verður ekki yngri."

„Ég er að kveðja mína elskulegu Kaupmannahöfn aftur og það er sárt. Borgin hefur gefið mér svo mikið meira en ég hef gefið til baka svo ég fer héðan með ást, góðar minningar og þakklæti."

„Ég hef spilað minn síðasta leik á Parken en ég er ekki búinn að horfa á þann síðast. Sé ykkur fljótlega í stúkunni."



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner