Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   fim 21. febrúar 2019 10:59
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Stefán Birgir og Alexander Helga í Njarðvík (Staðfest)
Stefán Birgir er kominn aftur til Njarðvíkur.
Stefán Birgir er kominn aftur til Njarðvíkur.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Miðjumaðurinn Alexander Helgason hefur yfirgefið Hauka og er hann búinn að semja við Njarðvík.

Alexander er 21 árs gamall og hefur leikið allan sinn feril með Haukum.

Alexander lék í fyrra 10 leiki í Inkasso-deildinni og skoraði eitt mark. Hann lék 12 leiki í deildinni 2017, en 2016 var hann í stærra hlutverki og lék 20 leiki í Inkasso-deildinni.

Miðjumaðurinn Stefán Birgir Jóhannesson er einnig kominn aftur til Njarðvíkur frá Keflavíkur. Hann fór frá Njarðvík til Keflavíkur í vetur en er nú farinn aftur til þeirra grænklæddu.

Stefán Birgir hefur skorað fjórtán mörk í 127 mótsleikjum með Njarðvík undanfarin ár.

Á síðasta tímabili hafnaði Njarðvík í sjötta sæti Inkasso-deildarinnar.

Njarðvík

Komnir:
Alexander Helgason frá Haukum
Atli Geir Gunnarsson frá Keflavík

Farnir:
Luka Jagacic í Reyni S.
Magnús Þór Magnússon í Keflavík
Athugasemdir
banner
banner