Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 21. febrúar 2020 23:10
Ívan Guðjón Baldursson
Dortmund má ekki taka stuðningsmenn til Hoffenheim
Dietmar Hopp og Joachim Löw.
Dietmar Hopp og Joachim Löw.
Mynd: Getty Images
Borussia Dortmund má ekki taka stuðningsmenn með sér á útileiki gegn Hoffenheim næstu tvö árin vegna níðsöngva þeirra í garð Dietmar Hopp, helsta bakhjarli Hoffenheim.

Hopp er frumkvöðull á sviði hugbúnaðar og hefur hagnast gífurlega þar - nógu mikið til að koma Hoffenheim alla leið upp í efstu deild þýska boltans.

Þetta er ekki í fyrsta eða annað sinn sem stuðningsmenn Dortmund gerast sekir um níðsöngva í garð Hopp og þess vegna var ákveðið að beita þungri refsingu. Dortmund þarf einnig að greiða fimmtíu þúsund evrur, sem samsvara tæplega sjö milljónum króna, í sekt.

Stuðningsmenn Dortmund og Hopp hafa staðið í rifrildum undanfarin ár. Stuðningsmennirnir eru ósáttir með hvernig Hopp keypti nýja leikmenn til Hoffenheim og hjálpaði félaginu þannig upp allt þýska deildarkerfið á nokkrum árum.

Hopp brást illa við níðsöngvum um sig fyrir nokkrum árum og kærði stuðningsmenn Dortmund, sem urðu enn reiðari fyrir vikið.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner