Amorim með áhugaverða klásúlu - Man City sýnir Mainoo áhuga - Juve vill Silva - Liverpool gæti gert tilboð í Araujo
   fös 21. febrúar 2020 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn um helgina - Hart barist um Evrópusæti
Real Betis og Real Mallorca eigast við í fyrsta leik helgarinnar í spænska boltanum. Liðin mætast í kvöld og er sérstaklega mikið í húfi fyrir gestina frá Mallorca sem geta komist upp úr fallsæti með sigri.

Morgundagurinn byrjar á fallbaráttuslag milli Celta Vigo og Leganes áður en ríkjandi meistarar Barcelona fá Eibar í heimsókn.

Barca getur tekið toppsætið af Real Madrid með sigri, mögulega aðeins tímabundið þar sem Real heimsækir Levante seinna um kvöldið.

Valencia, sem steinlá gegn Atalanta á San Siro í vikunni, heimsækir Real Sociedad í hörkuslag í Evrópubaráttunni.

Það eru sex leikir á dagskrá á sunnudaginn og verða tveir þeirra sýndir beint. Um er að ræða tvo hörkuslagi í Evrópubaráttunni, þar sem Getafe mætir Sevilla og Atletico Madrid tekur á móti Villarreal.

Þetta þýðir að liðin í 3.-8. sæti deildarinnar mætast innbyrðis um helgina.

Föstudagur:
20:00 Betis - Mallorca

Laugardagur:
12:00 Celta - Leganes
15:00 Barcelona - Eibar (Stöð 2 Sport 2)
17:30 Real Sociedad - Valencia (Stöð 2 Sport 3)
20:00 Levante - Real Madrid (Stöð 2 Sport 2)

Sunnudagur:
11:00 Osasuna - Granada CF
13:00 Alaves - Athletic
15:00 Valladolid - Espanyol
17:30 Getafe - Sevilla (Stöð 2 Sport)
20:00 Atletico Madrid - Villarreal (Stöð 2 Sport 3)

Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Real Madrid 4 4 0 0 8 2 +6 12
2 Barcelona 4 3 1 0 13 3 +10 10
3 Espanyol 4 3 1 0 8 5 +3 10
4 Athletic 4 3 0 1 6 4 +2 9
5 Getafe 4 3 0 1 6 4 +2 9
6 Villarreal 4 2 1 1 8 3 +5 7
7 Alaves 4 2 1 1 4 3 +1 7
8 Elche 4 1 3 0 6 4 +2 6
9 Betis 5 1 3 1 6 6 0 6
10 Osasuna 4 2 0 2 3 2 +1 6
11 Atletico Madrid 4 1 2 1 5 4 +1 5
12 Celta 5 0 4 1 4 6 -2 4
13 Sevilla 4 1 1 2 7 7 0 4
14 Vallecano 4 1 1 2 4 5 -1 4
15 Valencia 4 1 1 2 4 8 -4 4
16 Oviedo 4 1 0 3 1 7 -6 3
17 Real Sociedad 4 0 2 2 4 6 -2 2
18 Levante 4 0 1 3 5 9 -4 1
19 Mallorca 4 0 1 3 4 9 -5 1
20 Girona 4 0 1 3 2 11 -9 1
Athugasemdir