Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 21. febrúar 2020 14:26
Elvar Geir Magnússon
Sterling á forsíðunni með Real Madrid treyju
Raheem Sterling.
Raheem Sterling.
Mynd: Getty Images
Raheem Sterling segist vera mjög ánægður hjá Manchester City en útilokar ekki að ganga í raðir Real Madrid í framtíðinni.

Þessi 25 ára leikmaður hefur verið orðaður við spænska stórliðið eftir að City var dæmt í tveggja ára bann frá Evrópukeppnum.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Sterling er orðaður við Real en hann er samningsbundinn City til 2023.

Í viðtali við spænska blaðið AS var hann spurður að því hvort hann vildi einn daginn spila fyrir Real Madrid.

„Hvernig svarar maður þessari spurningu? Enginn veit hvað framtíðin ber í skauti sér. Ég er leikmaður og er alltaf opinn fyrir áskorunum en núna er mín áskorun hjá City og ég er mjög ánægður hjá félaginu," segir Sterling.

„Real Madrid er magnað félag. Þegar þú sérð hvítu treyjuna veistu nákvæmlega fyrir hvað hún stendur."

Ljósmyndarar blaðsins mynduðu Sterling svo fyrir forsíðuna þar sem hann er með Real Madrid treyjuna á annarri öxlinni en Manchester City á hinni.

Í næstu viku mætast liðin í fyrri viðureign liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.


Er Arne Slot rétti maðurinn fyrir Liverpool?
Athugasemdir
banner
banner
banner