Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 21. febrúar 2021 09:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Við vorum rændir stigi"
Patrick Bamford.
Patrick Bamford.
Mynd: Getty Images
Patrick Bamford, sóknarmaður Leeds, var ósáttur eftir 1-0 tap gegn Úlfunum á föstudagskvöld.

Honum fannst Leeds verðskulda stig í leiknum og gekk hann svo langt að segja að Leedsarar hefðu verið „rændir" stigi.

Bamford skoraði og jafnaði metin en markið var dæmt af vegna rangstöðu. Flaggið fór á loft og var myndbandsdómarinn, VAR, sammála.

Þetta var afar tæpt en sóknarmenn fá ekki mikið að njóta vafans á Englandi þegar kemur að rangstöðu.

„Við vorum rændir stigi," sagði Bamford og bætti við kaldhæðnislega: „En að minnsta kosti er þetta að gera leikinn betri."

Bamford hefur átt frábært tímabil fyrir Leeds sem er í 12. sæti ensku úrvalsdeildarinnar.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner