Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   mið 21. febrúar 2024 18:36
Brynjar Ingi Erluson
Byrjunarlið Liverpool og Luton: Nunez og Salah ekki með - Einn 16 ára á bekknum
Cody Gakpo þarf að stíga upp í fjarveru Salah og Nunez
Cody Gakpo þarf að stíga upp í fjarveru Salah og Nunez
Mynd: Getty Images
Liverpool og Luton mætast í 26. umferð ensku úrvalsdeildarinnar á Anfield klukkan 19:30 í kvöld.

Lið Liverpool er vængbrotið þessa dagana en meiðsli herja á hópinn á versta tíma fyrir liðið.

Alisson Becker, Diogo Jota, Curtis Jones, Trent Alexander-Arnold, Dominik Szoboszlai, Mohamed Salah og Darwin Nunez eru allir á meiðslalistanum.

Caoimhin Kelleher er í marki Liverpool í kvöld. Ryan Gravenberch, Harvey Elliott, Cody Gakpo og Jarell Quansah byrja allir ásamt Joe Gomez.

Treymaurice Nyoni, sem er 16 ára gamall, er á bekknum hjá Liverpool ásamt Jayden Danns, Bobby Clark, Kaide Gordon og James McConnell. Ibrahima Konate, Kostas Tsimikas og Andy Robertson eru einnig þar.

Liverpool: Kelleher, Bradley, Quansah, Van Dijk, Gomez, Mac Allister, Endo, Gravenberch, Gakpo, Elliott, Diaz.
Varamenn: Adrian, Konate, Tsimikas, Robertson, Clark, Gordon, McConnell, Dans, Nyoni.

Luton: Kaminski, Mengi, Osho, Bell, Chong, Lokonga, Barkley, Doughty, Ogbene, Morris, Woodrow.
Varamenn: Krul, Potts, Berry, Kabore, Burke, Mpanzu, Clark, Townsend, Nelson.
Athugasemdir
banner
banner
banner