Real Madrid setur sig í samband við Dalot - Gyökeres til United eða City - Salah til í eins árs samning - Rooney reynir að bjarga starfinu
   mið 21. febrúar 2024 19:05
Brynjar Ingi Erluson
Sambandsdeildin: Ísraelarnir áfram eftir jafntefli í Belgíu
Maccabi Haifa er komið áfram
Maccabi Haifa er komið áfram
Mynd: EPA
Gent 1 - 1 Maccabi Haifa
0-1 Frantzdy Pierrot ('4 )
1-1 Tarik Tissoudali ('69 )
Rautt spjald: Daniel Sundgren, Maccabi Haifa ('72)

Ísraelska liðið Maccabi Haifa er komið áfram í 16-liða úrslit Sambandsdeildar Evrópu eftir að hafa gert 1-1 jafntefli við Gent í Belgíu í kvöld.

Lögreglan ákvað að leikurinn yrði spilaður fyrir luktum dyrum, sem var eflaust í hag gestaliðsins. Ástæðan fyrir því eru aðgerðir Ísraels á Gasa-svæðinu, en herinn hefur drepið yfir 29 þúsund Palestínumenn frá því hryðjuverkasamtökin Hamas gerðu árás á Ísrael í október.

Maccabi Haifa vann fyrri leikinn gegn Gent, 1-0, og byrjaði síðari leikinn frábærlega. Frantzdy Pierrot skoraði á 4. mínútu leiksins og kom jöfnunarmark heimamanna ekki fyrr en tuttugu mínútum fyrir leikslok.

Daniel Sundgren, leikmaður Maccabi Haifa, var rekinn af velli þremur mínútum síðar. Gent náði aldrei inn mikilvægu öðru marki til að komast í framlengingu og fer því Haifa samanlagt áfram, 2-1.

Það er því ljóst að tvö lið frá Ísrael verða í 16-liða úrslitum keppninnar í ár, en Maccabi Tel-Aviv tryggði sig þangað með því að vinna B-riðil keppninnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner