Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 21. mars 2020 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Búið að draga ákærur gegn Sheffield Wednesday til baka
Mynd: Getty Images
Stjórn ensku neðrideildanna, EFL, kærði stjórnendur Sheffield Wednesday í fyrra eftir að hafa rannsakað kaup félagsins á heimavelli sínum.

Útlit var fyrir að félagið myndi lenda í veseni og var kallað eftir því að stig yrðu dregin af liðinu, sem leikur í Championship og situr þar um miðja deild.

Dejphon Chansiri, eigandi Sheffield, hefði lent í miklum vandræðum en kærurnar héldu ekki og hafa verið dregnar til baka.

„EFL er búið að skrifa félaginu til að staðfesta að allar kærur gegn stjórnendum félagsins hafa verið dregnar til baka," segir í yfirlýsingu frá Sheffield Wednesday.

„Þessi ákvörðun endurspeglar styrk sönnunargagnanna sem félagið lagði fram í vörn sinni og sönnuðu að það væri enginn grundvöllur fyrir kærunum."
Athugasemdir
banner
banner