Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   lau 21. mars 2020 12:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
De Jong ekki að spila sína bestu stöðu
Frenkie de Jong er á fyrsta tímabili hjá Barcelona.
Frenkie de Jong er á fyrsta tímabili hjá Barcelona.
Mynd: Getty Images
Ronald Koeman, landsliðsþjálfari Hollands, segir að Barcelona sé að spila Frenkie de Jong út úr stöðu.

De Jong var keyptur til Barcelona frá Ajax fyrir 75 milljónir evra síðasta sumar. Hinn 22 ára gamli De Jong var magnaður með Ajax á síðustu leiktíð er liðið vann hollensku tvennuna og komst í undanúrslit Meistaradeildarinnar.

Barcelona vann kapphlaupið um De Jong, en hollenski miðjumaðurinn hefur ekki alveg náð að sýna sínar bestu hliðar á Spáni til þessa. Hann getur betur, en Koeman vill meina að hann sé ekki að spila í sinni bestu stöðu í Barcelona.

„Það er mikilvægt að hann spili leiki, jafnvel þó að þeir séu ekki í hans bestu stöðu," sagði Koeman við Marca.

„Með landsliðinu spilar hann aftar á vellinum, en við spilum með tvo djúpa miðjumenn. Barcelona spilar með einn og tvo miðjumenn fyrir framan, og jafnvel stundum fjóra miðjumenn."

„Staðan sem hann spilar núna er öðruvísi en hjá Hollandi og Ajax."

„Hann er að læra að spila framar á vellinum, það er ekki alslæmt en ekki hans besta staða. Að mínu mati þá stendur hann sig betur þegar hann spilar aftar á vellinum."

De Jong er aðeins 22 ára gamall og hefur hann því mikinn tíma til að slá í gegn í Katalóníu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner