Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 21. mars 2020 17:34
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: KFÍA 
Geir Þorsteins nýr framkvæmdastjóri ÍA (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Geir Þorsteinsson, fyrrum formaður KSÍ, hefur verið ráðinn sem framkvæmdastjóri knattspyrnufélagsins ÍA á Akranesi.

Geir býr yfir gríðarlega mikilli reynslu úr íslenska boltanum og starfaði áður sem framkvæmdastjóri KR auk þess að hafa starfað sem þjálfari yngri flokka og dómari.

Geir var framkvæmdastjóri KSÍ í tíu ár og formaður í tíu ár, frá 1997 til 2017, auk þess að hafa setið í ýmsum nefndum fyrir UEFA og FIFA.

„Eftir áhugaverð störf að knattspyrnumálum utan Íslands er gott að vera kominn aftur í íslenska boltann. Knattspyrnufélag ÍA er leiðandi félag í íslenskri knattspyrnu sem stefnir á toppinn. Ég hlakka til að takast á við krefjandi áskoranir í góðu samtarfi við félagsmenn og stuðningsmenn ÍA," sagði Geir Þorsteinsson um þessa nýju áskorun í viðtali við vefsíðu KFÍA.

Geir tekur við af Sigurði Þór Sigursteinssyni og óskar KFÍA honum alls hins besta á nýjum vettvangi.
Athugasemdir
banner
banner
banner