Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 21. mars 2023 12:25
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ætla að nota mál Bruno Fernandes sér til varnar
Fernandes fékk ekki rautt né leikbann fyrir að stjaka við dómaranum í leik gegn Liverpool.
Fernandes fékk ekki rautt né leikbann fyrir að stjaka við dómaranum í leik gegn Liverpool.
Mynd: Getty Images
Aleksandar Mitrovic.
Aleksandar Mitrovic.
Mynd: Getty Images
Aleksandar Mitrovic, sóknarmaður Fulham, er mögulega á leið í bann út tímabilið eftir að hafa ýtt dómaranum Chris Kavanagh í leik gegn Manchester United á sunnudag.

Fulham hafði spilað frábærlega fram að 72. mínútu þegar allt fór í háaloft.

Willian varði boltann á línunni með hendi sinni og var honum vísað af velli eftir VAR-skoðun. Fulham var á þeim tímapunkti 0-1 yfir eftir mark frá Mitrovic.

Í kjölfarið misstu leikmenn Fulham hausinn og þá helst Mitrovic sem ýtti við dómaranum. Hann var mjög agresívur og fékk að líta rauða spjaldið.

Enska sambandið er með málið á borði hjá sér og er líklegt að Mitrovic sé á leið í langt bann. Samkvæmt Evening Standard ætlar Fulham að nota það sér til varnar að Bruno Fernandes, leikmaður Man Utd, hafi ekki fengið rautt spjald né leikbann er hann stjakaði við dómara í leik gegn Liverpool á dögunum.

„Mér fannst þetta miklu meira ógnandi tilburðir hjá Mitrovic. Það sem Bruno gerði var ekki gáfulegt en hann var meira hneykslaður en brjálaður," sagði Sæbjörn Þór Steinke í Enski boltinn í gær þegar farið var yfir atvikið.

„Þetta er það sem manni finnst pirrandi með enska boltann. Það er ekki alveg samræmi. Þetta var að lágmarki gult spjald á Bruno en maður hefði ekkert farið að grenja yfir rauðu heldur. Þú átt ekki að snerta dómarann, það er regla númer eitt," sagði Hörður Ágústsson.

Paolo Di Canio fékk ellefu leikja bann fyrir að hrinda dómaranum, Paul Alcock, í jörðina í leik með Sheffield Wednesday gegn Arsenal árið 1998. Paul Field, forseti dómarasamtakana á Englandi, vonast til þess að Mitrovic fái meira en tíu leikja bann.

Sjá einnig:
Útskýrir muninn á Mitrovic og Bruno: Ekki sniðugt að snerta dómara
Enski boltinn - Ræða Conte og Mitrovic ekkert gáfnaljós
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner