Sóknarmaðurinn magnaði Erling Haaland hefur dregið sig út úr norska landsliðshópnum fyrir fyrstu leiki liðsins í undankeppni Evrópumótsins 2024.
                
                
                                    Norðmenn eru örugglega ekkert hæstánægðir með Pep Guardioala, stjóra Manchester City, eftir að hann ákvað að spila Haaland í klukkutíma gegn B-deildarliði Burnley í enska bikarnum síðastliðinn laugardag.
Haaland skoraði þrennu í leiknum sem endaði 6-0, en hann meiddist á nára í leiknum og getur ekki tekið þátt í komandi verkefni með Noregi.
Noregur er að fara að spila gegn Georgíu og Spáni í fyrstu leikjum sínum í undankeppni EM.
Stale Solbakken, landsliðsþjálfari Noregs, segir að sóknarmaðurinn sé svekktur að geta ekki tekið þátt í verkefninu. Haaland er búinn að skora 42 mörk í 37 keppnisleikjum á tímabilinu.
Athugasemdir
                                                                
                                                        
 
        
 
                                                                        
                        
        
         
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                            
                        
        
         
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                    
                        
        
         
                        
        
         
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                        
                        
        
         
                    
        
         
                