Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 21. mars 2023 14:12
Hafliði Breiðfjörð
Munchen
Jói Kalli með fullorðins tæklingu á æfingu í gær
Icelandair
Jóhannes Karl fer af fullum krafti á móti Guðmundi Þórarinssyni.
Jóhannes Karl fer af fullum krafti á móti Guðmundi Þórarinssyni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrsta æfingin í landsliðsverkefnum er oft smá í lausu lofti því sumir leikmanna eru að koma til móts við liðið eftir að hafa spilað einum eða tveimur dögum  áður á meðan aðrir eru ferskari.


Þannig var það í gær þegar Ísland kom saman í Munchen í Þýskalandi. Sumir sátu eftir í ræktinni á hótelinu á meðan aðrir tóku göngutúr á æfingavellinum.

Stærsti hópurinn var svo þeir sem fóru í reitarbolta og þegar ákefðin var að aukast þar bættust þjálfararnir Arnar Þór Viðarsson og Jóhannes Karl Guðjónsson í hópinn þar.

Þau ykkar sem munið eftir Jóhannesi Karli sem leikmanni munið að hann var lítið fyrir hálfkák og skildi jafnan allt eftir á vellinum. Það var ekkert öðruvísi í gær þegar hann lét vaða í eina hressilega tæklingu á Guðmund Þórarinsson. Fleiri myndir af þessu eru að neðan.

Ísland mætir Bosníu/Herzegóvínu í undankeppni EM 2024 næstkomandi fimmtudag klukkan 18:45.


Athugasemdir
banner
banner