Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Segir íslenska liðið betra en það ísraelska - Þakkar Mikael fyrir sitt framlag
Alfreð um ummæli Hareide: Kem alltaf með sama markmið í landsliðið
Númi: Það er ein helsta ástæðan fyrir því að ég fór í Bestu
Siggi Höskulds um Gylfa: Þetta mun sprengja deildina
Blikar tóku ekki þátt í kapphlaupinu um Gylfa - „Tökum honum fagnandi"
Vildi finna hamingjuna aftur - „Ótrúlega erfitt andlega"
„Hugsaði allan tímann um hversu geggjað það væri að gera þetta með Fram"
Ein sú besta frá því í fyrra samdi í Víkinni - „Mikill meðbyr í kringum félagið"
Axel Óskar: KR langskemmtilegasti og mest spennandi kosturinn
Varð strax forvitinn um Breiðablik - „Fótboltinn hérna er sterkari"
Markakóngurinn mættur í Kópavog - „Búinn að segja mér marga góða hluti"
Birkir aftur heim í Þorpið - „Búið að vera í hausnum á manni lengi"
Á leið í fimmta tímabilið á Íslandi - „Ánægður að þeir völdu mig"
Sjáðu þrumuræðu Þorvalds Örlygssonar sem tryggði honum formannsembættið
Ingibjörg: Hafði alltaf trú
Telma: Vissi að við kæmum brjálaðar til baka
Sveindís: Lofaði að bæta upp fyrir það og fannst ég gera það
Glódís: Við sem leikmenn, þjóðin og KSÍ þurfum öll að stíga upp
„Búin að fá einhverja Twitter-kalla á sig en gerir okkur að sterkara liði"
Steini: Allt í lagi á meðan maður fær ekki slag
   þri 21. mars 2023 15:10
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Vildi breyta til og skora á sjálfan sig - „Fannst þetta rétt skref"
Icelandair
Jón Dagur á æfingunni í dag.
Jón Dagur á æfingunni í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Ég er kominn almennilega inn í hlutina, tók smá tíma að venjast öllu'
'Ég er kominn almennilega inn í hlutina, tók smá tíma að venjast öllu'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jón Dagur Þorsteinsson er í landsliðshópnum sem undirbýr sig fyrir leikinn gegn Bosníu-Hersegóvínu í undankeppni EM. Leikurinn fer fram í Senica í Bosníu en íslenska liðið undirbýr sig í München í Þýskalandi.

Jón Dagur ræddi við Fótbolta.net í dag. „Við erum að fara í hörkuleik og ég er bara virkilega vel stemmdur."

„Þetta er fyrsti leikurinn í undankeppninni og bæði lið koma væntanlega virkilega vel stemmd í leikinn. Vonandi náum við góðum úrslitum og góðri frammistöðu."

Jón Dagur metur möguleikana virkilega góða í riðlinum. „Við ætlum okkur að gera góða hluti í þessum riðli, öll liðin vilja örugglega komast áfram á EM og við erum eitt af því."

Bosnía-Hersegóvína var í drættinum í öðrum styrkleikaflokki og íslenska liðið var í þeim þriðja. Er fínt að byrja á lykilleik í riðlinum? „Lykilleikur og ekki lykilleikur. Þetta er bara fyrsti leikur og ennþá níu leikir eftir þegar þessi leikur er búinn. Auðvitað viljum við byrja sem best en þetta er ekkert búið ef það fer eitthvað illa."

Jón Dagur er leikmaður Leuven í Belgíu. Hann gekk í raðir félagsins síðasta sumar frá AGF í Danmörku þar sem hann hafði spilað í þrjú ár.

„Það er búið að vera stígandi í þessu hjá mér, kannski kominn í aðeins stærra hlutverk en ég var í á tímabili. Ég er kominn almennilega inn í hlutina, tók smá tíma að venjast öllu. Ég er virkilega jákvæður á framhaldið og þetta er heilt yfir búið að vera fínt tímabil."

„Liðið er kannski ekki alveg á þeim stað sem við viljum vera. Markmiðið var topp átta og við erum fjórum stigum frá því og fjórir leikir eftir. Það eru vonbrigði."

„Við vorum í leik við Anderlecht sem er að berjast um það sama og það voru vonbrigði að tapa þeim leik."


Hann vildi breyta til eftir fjögur ár í Danmörku. „Það var kominn tími til að prófa eitthvað annað og leist vel á deildina, liðið og klúbbinn, fannst þetta vera rétt skref einhvern veginn."

„Fyrir tímabilið hefði ég viljað spila í úrslitakeppninni og vonandi gengur það eftir - þótt líkurnar séu ekki með okkur. Það var markmiðið hjá mér og liðinu. Klúbburinn er flottur og allt tipp-topp."

„Það var kominn tími til að skora á sjálfan sig, var kominn í smá þægindaramma í Danmörku og vildi komast í annað umhverfi,"
sagði Jón Dagur að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner