Inter í kapphlaupið um Guehi en Liverpool leiðir - Wharton ofar en Baleba á lista Man Utd - Muscat líklegastur til Rangers
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
   þri 21. mars 2023 15:10
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Vildi breyta til og skora á sjálfan sig - „Fannst þetta rétt skref"
Icelandair
Jón Dagur á æfingunni í dag.
Jón Dagur á æfingunni í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Ég er kominn almennilega inn í hlutina, tók smá tíma að venjast öllu'
'Ég er kominn almennilega inn í hlutina, tók smá tíma að venjast öllu'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jón Dagur Þorsteinsson er í landsliðshópnum sem undirbýr sig fyrir leikinn gegn Bosníu-Hersegóvínu í undankeppni EM. Leikurinn fer fram í Senica í Bosníu en íslenska liðið undirbýr sig í München í Þýskalandi.

Jón Dagur ræddi við Fótbolta.net í dag. „Við erum að fara í hörkuleik og ég er bara virkilega vel stemmdur."

„Þetta er fyrsti leikurinn í undankeppninni og bæði lið koma væntanlega virkilega vel stemmd í leikinn. Vonandi náum við góðum úrslitum og góðri frammistöðu."

Jón Dagur metur möguleikana virkilega góða í riðlinum. „Við ætlum okkur að gera góða hluti í þessum riðli, öll liðin vilja örugglega komast áfram á EM og við erum eitt af því."

Bosnía-Hersegóvína var í drættinum í öðrum styrkleikaflokki og íslenska liðið var í þeim þriðja. Er fínt að byrja á lykilleik í riðlinum? „Lykilleikur og ekki lykilleikur. Þetta er bara fyrsti leikur og ennþá níu leikir eftir þegar þessi leikur er búinn. Auðvitað viljum við byrja sem best en þetta er ekkert búið ef það fer eitthvað illa."

Jón Dagur er leikmaður Leuven í Belgíu. Hann gekk í raðir félagsins síðasta sumar frá AGF í Danmörku þar sem hann hafði spilað í þrjú ár.

„Það er búið að vera stígandi í þessu hjá mér, kannski kominn í aðeins stærra hlutverk en ég var í á tímabili. Ég er kominn almennilega inn í hlutina, tók smá tíma að venjast öllu. Ég er virkilega jákvæður á framhaldið og þetta er heilt yfir búið að vera fínt tímabil."

„Liðið er kannski ekki alveg á þeim stað sem við viljum vera. Markmiðið var topp átta og við erum fjórum stigum frá því og fjórir leikir eftir. Það eru vonbrigði."

„Við vorum í leik við Anderlecht sem er að berjast um það sama og það voru vonbrigði að tapa þeim leik."


Hann vildi breyta til eftir fjögur ár í Danmörku. „Það var kominn tími til að prófa eitthvað annað og leist vel á deildina, liðið og klúbbinn, fannst þetta vera rétt skref einhvern veginn."

„Fyrir tímabilið hefði ég viljað spila í úrslitakeppninni og vonandi gengur það eftir - þótt líkurnar séu ekki með okkur. Það var markmiðið hjá mér og liðinu. Klúbburinn er flottur og allt tipp-topp."

„Það var kominn tími til að skora á sjálfan sig, var kominn í smá þægindaramma í Danmörku og vildi komast í annað umhverfi,"
sagði Jón Dagur að lokum.
Athugasemdir
banner
banner